John Obi Mikel fyrrum leikmaður Chelsea er verulega óhress með það hvernig Jadon Sancho hefur komið inn í liðið hjá Chelsea á þessu tímabili.
Sancho kom frá Manchester United síðasta sumar og eftir góða byrjun hefur hallað hressilega undan fæti.
„Ég horfði á leikinn, það var enginn karakter og enginn leiðtogi á vellinum,“ sagði Obi Mikel eftir tap gegn Brighton um síðustu helgi.
„Það var enginn að tala um Sancho, í fyrsta markinu á hann að tækla þarna. Ég sá engan öskra á hann og spyrja hvern andskotann hann væri að gera.“
„Sancho gabbaði okkur í byrjun, maður hélt að þarna væri sami maður og við sáum hjá Dortmund að mæta. Hann hefur horfið, gjörsamlega horfið. Hann keyrir ekki á leikmenn, hann skapar ekki færi og hann hjálpar liðinu bara ekki neitt.“