FC Bayern hefur ekki lengur áhuga á Jonathan Tah varnarmanni Leverkusen sem verður án félags í sumar.
Tah var nálægt því að fara til Bayern síðasta sumar en félögin náðu ekki saman um kaupverð.
Sport á Spáni segir að það gefi Barcelona greiða leið að Tah og búist er við að spænska félagið semji við hann.
Tah er 29 ára gamall þýskur landsliðsmaður en hann vill gera breytingar á ferlinum og fara í nýtt ævintýri.
Tah hefur verið lykilmaður í liði Leverkusen síðustu ár.