Jonathan Rasheed sem gekk til liðs við KA á dögunum frá Värnamo í Svíþjóð sleit hásin á æfingu í gær. Þetta staðfestir Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA við 433.is.
Jonathan sem hafði litið mjög vel út á æfingum KA sleit í gær og er líklegt að hann spili ekkert á komandi tímabili.
Hann hafði spilað 14 leiki í efstu deild í Svíþjóð á síðustu leiktíð.
Markvörðurinn hafði áður spilað með Häcken í Svíþjóð og var mikil spenna í herbúðum KA fyrir komu hans.
Steinþór Már Auðunsson er áfram í herbúðum KA en ekki er ólíklegt að félagið skoði nú markaðinn aftur þegar kemur að markvörðum.