Kyle Walker segist vera búinn að finna ástina í fótboltanum á ný eftir virkilega erfiða tíma á Englandi undanfarið ár.
Walker var ekki beint að standa sig illa innan vallar en hans líf utan vallar var í fjölmiðlum um alla Evrópu og er enn þann dag í dag.
Walker býr á hóteli í Mílan þessa stundina og er leikmaður AC Milan en hann hefur í mörg ár spilað með Manchester City.
Fjölskyldulíf Walker hefur mikið verið í umræðunni en hann hefur allavega tvívegis haldið framhjá eiginkonu sinni, Annie Kilner, með konu að nafni Lauryn Goodman og eiga þau saman tvö börn.
,,Fyrstu tvær vikurnar á Ítalíu hafa verið frábærar, stuðningsmennirnir hafa verið stórkostlegir,“ sagði Walker.
,,Þetta er nýtt líf fyrir mig, ég get einbeitt mér að fótboltanum og byrjað að elska hann á ný. Ég er ekki að segja að ég hafi ekki elskað hann fyrir en þessi tilfinning er öðruvísi.“
,,Það að spila í ensku úrvalsdeildinni gegn sömu leikmönnunum eftir að hafa unnið allt saman, þetta er eitthvað sem ég þurfti til að kveikja aftur í ástinni.“