fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
433Sport

Walker fann ástina á ný á Ítalíu

Victor Pálsson
Mánudaginn 17. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker segist vera búinn að finna ástina í fótboltanum á ný eftir virkilega erfiða tíma á Englandi undanfarið ár.

Walker var ekki beint að standa sig illa innan vallar en hans líf utan vallar var í fjölmiðlum um alla Evrópu og er enn þann dag í dag.

Walker býr á hóteli í Mílan þessa stundina og er leikmaður AC Milan en hann hefur í mörg ár spilað með Manchester City.

Fjölskyldulíf Walker hefur mikið verið í umræðunni en hann hefur allavega tvívegis haldið framhjá eiginkonu sinni, Annie Kilner, með konu að nafni Lauryn Goodman og eiga þau saman tvö börn.

,,Fyrstu tvær vikurnar á Ítalíu hafa verið frábærar, stuðningsmennirnir hafa verið stórkostlegir,“ sagði Walker.

,,Þetta er nýtt líf fyrir mig, ég get einbeitt mér að fótboltanum og byrjað að elska hann á ný. Ég er ekki að segja að ég hafi ekki elskað hann fyrir en þessi tilfinning er öðruvísi.“

,,Það að spila í ensku úrvalsdeildinni gegn sömu leikmönnunum eftir að hafa unnið allt saman, þetta er eitthvað sem ég þurfti til að kveikja aftur í ástinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United sagt nálgast kaup á manninum sem Ruben Amorim vill fá

United sagt nálgast kaup á manninum sem Ruben Amorim vill fá
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Reyna að losa sig við hann í sumar – Ronaldo og félagar hafa áhuga

Reyna að losa sig við hann í sumar – Ronaldo og félagar hafa áhuga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gylfi Þór segir söguna frá sínu sjónarhorni í fyrsta sinn: Lét vita í byrjun febrúar að hann vildi fara – „Það eru ekki margir aðrir staðir í heiminum þar sem þetta kemur upp“

Gylfi Þór segir söguna frá sínu sjónarhorni í fyrsta sinn: Lét vita í byrjun febrúar að hann vildi fara – „Það eru ekki margir aðrir staðir í heiminum þar sem þetta kemur upp“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um tíma Ten Hag á Old Trafford – „Þetta var oft flókið“

Opnar sig um tíma Ten Hag á Old Trafford – „Þetta var oft flókið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sonur Messi með ótrúlegt mark sem minnir á föður hans – Myndband

Sonur Messi með ótrúlegt mark sem minnir á föður hans – Myndband
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Skellur fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Vond tíðindi af Alberti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var þetta upphafið að endalokum Gylfa á Hlíðarenda? – „Það er megin ástæðan“

Var þetta upphafið að endalokum Gylfa á Hlíðarenda? – „Það er megin ástæðan“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gleðitíðindi fyrir meistarana

Gleðitíðindi fyrir meistarana