Victoria Beckham fór nýlega í viðtal þar sem hún ræddi til að mynda mataræði sitt, en hún passar vel upp á hvað hún lætur ofan í sig.
Victoria er, eins og flestir vita, gift knattspyrnugoðsögninni David Beckham, en hann hefur áður rætt mataræði hennar á opinberum vettvangi.
Sjálfur segist hann elska góðan mat og vín en hefur hann einnig látið hafa eftir sér að Victoria leyfi sér ekki það sama.
„Frá því ég kynntist henni hefur hún bara borðað grillaðan fisk og gufusoðið grænmeti. Hún bregður eiginlega aldrei frá því,“ sagði David eitt sinn.
Victoria útskýrir að ástæðan fyrir því að hún hafi farið að pæla verulega í mataræði sínu væri vegna húðar sinnar, en hún glímdi við bólur á sínum yngri árum.
„Ég lít kannski vel út á myndum frá þeim tíma en í raun leið mér svo illa vegna þessa,“ segir Victoria.
David og Victoria hafa verið gift síðan 1999 og eiga þau saman fjögur börn. Eru þau án efa eitt þekktasta par heims.