Það vakti athygli í gær að Ruben Amorim, stjóri Manchester United, gerði aðeins eina skiptingu í 1-0 tapinu gegn Tottenham. Stuðningsmenn eru margir hverjir ósáttir.
James Maddison skoraði eina mark leiksins í gær og hoppaði Tottenham með sigrinum upp í 12. sæti, en sendi United niður í 15. sæti.
Bekkur Amorim í gær var uppfullur af ungum leikmönnum vegna meiðsla en nýtti Portúgalinn ekki neinn varamann fyrr en hann setti hinn 17 ára gamla Chido Obi inn á í uppbótartíma.
Obi kom frá Arsenal síðasta sumar og hefur verið að raða inn mörkum fyrir U-18 ára liði United.
„90 mínútur liðnar og þú lætur Chido inn á. Ruben þú ert skræfa,“ skrifaði einn stuðningsmaður United.
Margir tóku í sama streng og vildu sjá Danann unga koma mun fyrr inn á. „Chido Obi fékk ruslmínútur,“ sagði einn.