Það var líf og fjör í enska boltanum og um helgina fór fram heil umferð þar sem mikið var um dýrðir. Liverpool heldur forskoti sínu á toppnum með naumum sigri á Wolves.
Arsenal vann sigur á Leicester þar sem Mikel Merino var óvænt hetja liðsins.
Oumar Marmoush sóknarmaður Manchester City hlóð í þrennu gegn Newcastle og var einn besti leikmaður helgarinnar.
Everton vann góðan sigur Crystal Palace og Tottenham lagði Manchester United.
Svona er lið helgarinnar í enska boltanum.