Ole Gunnar Solskjær fer val af stað sem stjóri Besiktas í Tyrklandi og fær lof fyrir frammistöðuna það sem af er.
Frá því Solskjær tók við hefur Besiktas unnið fjóra af sex leikjum sínum og eina tapið kom gegn Twente í Evrópudeildinni. Um helgina vann liðið 2-1 sigur á Trabzonspor og er ánægja með Norðmanninn í Tyrklandi.
„Solskjær hefur tekist að endurvekja liðsandann hjá Besiktas. Líkamstjáning leikmanna er breytt og það sést hvað þeim langar að vinna leikina,“ segir til að mynda í einum miðlinum þar ytra.
„Solskjær er með virðingu stuðningsmanna í stúkunni, eitthvað sem Giovanni van Bronckhorst hafði ekki þegar hann var stjóri,“ segir þá í öðrum miðli.
Besiktas er í 5. sæti tyrknesku deildarinnar með 38 stig, 22 stigum á eftir toppliði Galatasaray en í baráttu um Evrópusæti.
Um er að ræða fyrsta stjórastarf Solskjær frá því hann var látinn fara frá Manchester United síðla árs 2021.