Eggert Aron Guðmundsson er mættur til Spánar og getur nú farið á fulla ferð með norska liðinu Brann sem hefur fest kaup á honum.
Freyr Alexandersson þjálfari Brann vildi fá Eggert og tókst norska liðinu að kaupa hann frá Elfsborg.
Eggert flaug til Spánar og þar sátu norskir fréttamenn fyrir honum og vildu fá svör við spurningum sínum.
Norskir fjölmiðlamenn hafa gríðarlegan áhuga á Brann en félagið hefur endað í öðru sæti síðustu tvö ár í norsku úrvalsdeildinni.
Freyr tók við þjálfun Brann í upphafi árs en mikil eftirvænting er gerð til hans og liðsins í ár.
@btballspark Eggert Gudmundsson ble møtt av Brann i Spania✈️