Franskir fjölmiðlar fullyrða að PSG ætli sér að kaupa Mason Greenwood næsta sumar, hann verði stjarnan sem félagið ætli sér að fá næsta sumar.
Sagt er að PSG sé tilbúið að kaupa Greenwood á 62 milljónir punda.
Marseille keypti Greenwood frá Manchester United síðasta sumar og hefur hann verið gjörsamlega frábær á þessu tímabili.
Greenwood hefur skorað 15 mörk fyrir Marseille og telur PSG að hann muni styrkja liðið mikið.
Ef af þessu verður mun Manchester United græða vel en félagið setti klásúlu í samninginn þegar Greenwood fór til Marseille.
Segir í fréttum að United fái 40 til 50 prósent af söluverðinu sem gæti reynst dýrmætt í erfiðan rekstur á Old Trafford.