Roberto Firmino er í viðræðum við Al Ahli um að rifta samningi sínum við sádi arabíska félagið.
Firmino hefur ekki staðist væntingar eftir komu til Al Ahli og er ekki í leikmannahópi liðsins í deildinni.
Ef Firmino fær samningi sínum rift þá gæti hann snúið aftur til Englands og jafnvel samið við Arsenal.
Firmino er fyrrum leikmaður Liverpool en Arsenal þarf verulega á sóknarmanni að halda þessa stundina.