Alexander Isak, framherji Newcastle, gæti verið fáanlegur á ansi sanngjörnu verði ef lið hans nær ekki Meistaradeildarsæti í ár.
Isak er að eiga frábært tímabil, er með 19 mörk í öllum keppnum og hefur verið orðaður við stórlið eins og Arsenal og Barcelona, til að mynda.
Newcastle hefur engan áhuga á að selja Isak, sem er samningsbundinn til 2028, en samkvæmt spænska miðlinum Sport gerir félagið sér grein fyrir að það gæti orðið erfiðara ef það nær ekki Meistaradeildarsæti í vor.
Fari svo að Newcastle komist ekki í Meistaradeildina segir Sport að Isak verði fáanlegur á aðeins rúmlega 80 milljónir punda. Áður hefur verið talað um verðmiða upp á meira en 120 milljónir punda.
Newcastle er sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 3 stigum frá fjórða sætinu. 4-5 lið frá Englandi fara í Meistaradeildina.