Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur mikla trú á því að miðvörðurinn Abdukodir Khusanov, sem gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði, verði frábær næstu árin.
Khusanov, sem er Úsbeki, átti erfitt uppdráttar í fyrsta leik sínum fyrir City gegn Chelsea undir lok síðasta mánaðar.
Síðan hefur hann þó skorað gegn Leyton Orient í bikarnum og spilaði hann þá allan leikinn í 4-0 sigri City á Newcastle um helgina.
„Hann getur orðið frábær leikmaður í framtíðinni, það er mjög gott að hafa fengið hann,“ segir Guardiola.
„Hann er svo rólegur á boltanum, er fljótur. Hann þarf að bæta ákvarðanatökuna en hann er ungur.“
Khusanov er tvítugur og keypti City hann frá franska liðinu Lens.