Það virðist vera kreppa í veskinu á Old Trafford sem hefur orðið til þess að Sir Jim Ratcliffe stjórnandi félagsins er að taka hressilega til í rekstri.
Botnlaus eyðsla Mancehster United hefur verið slík að félagið þarf að halda að sér höndum.
United hefur frá árinu 2016 eytt 1,37 milljarði punda en ekki selt leikmenn fyrir nema 371 milljón punda.
Chelsea og Manchester City hafa eytt töluvert meira en hafa á sama tíma náð að selja leikmenn fyrir stórar upphæðir.
Efsta lið ensku deildarinnar þessa stundina hefur af stærstu sex liðunum eytt minnst á þessum tæpu níu árum.