Casemiro leikmaður Manchester United vonast til þess að spila með félaginu næstu 18 mánuðina, hann vill ekki fara en félagið vill losna við hann.
United hefur frá síðasta sumri reynt að losna við Casemiro en hann er launahæsti leikmaður liðsins.
Casemiro er með 350 þúsund pund á viku en hann er á sínu þriðja tímabili á Old Trafford og vill halda áfram.
„Ég ber virðingu fyrir United og ég er mjög þakklátur félaginu. Ég á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum og ég vil virða þann samning,“ sagði Casemiro.
„Mér líður mjög vel hérna og fjölskyldan mín er glöð. Við höfum aðlagast og tölum öll orðið góða ensku.“
„Ég elska stuðningsmenn okkar á Old Trafford og allt félagið.“
🚨🎙️ | Casemiro: „Above all, I respect #mufc, a club to which I’m very grateful. I have a year and a half left on my contract and I’d like to fulfil it here in Manchester.
„I’m comfortable here and so is my family. They’ve adapted, we speak English. I’m very grateful to the Old… pic.twitter.com/Ka7NpNAcm1
— UtdDistrict (@UtdDistrict) February 17, 2025