Barcelona er ekki að horfa til sóknarmannsins Viktor Gyokores sem spilar með Sporting Lisbon í Portúgal.
Ástæðan er áhugaverð en Barcelona telur sig ekki eiga möguleika á að fá leikmanninn í sumarglugganum.
Það er vegna þess að spænska liðið telur að allar líkur séu á því að Gyokores muni skrifa undir hjá Manchester United.
United hefur svo sannarlega áhuga á sænska landsliðsmanninum en hann vann með Ruben Amorim, stjóra liðsins, hjá Sporting fyrr í vetur.
Barcelona er þó að skoða aðra leikmenn í ensku úrvalsdeildinni eða þá Alexander Isak hjá Newcastle og Luis Diaz hjá Liverpool.