Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, bætti met Steven Gerrard í dag er hans menn mættu Wolves í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Wolves en tókst að vinna 2-1 heimasigur að lokum í spennandi viðureign.
Trent var að spila sinn 250. deildarleik fyrir Liverpool aðeins 26 ára og 132 daga gamall.
Hann bætir þar met Gerrard sem er einn besti leikmaður í sögu Liverpool en hann var áður yngsti leikmaður í sögu félagsins til að spila 250 leiki.
Gerrard náði þeim áfanga árið 2006 en hann var þá 26 ára og 200 daga gamall.
250 – Trent Alexander-Arnold is making his 250th Premier League appearance today; aged 26 years and 132 days, he is the youngest player to reach that figure for Liverpool in the competition, surpassing Steven Gerrard’s record in December 2006 (26y 200d). Icon. pic.twitter.com/NO5gcPkHFM
— OptaJoe (@OptaJoe) February 16, 2025