Sverrir Ingi Ingason komst á blað fyrir lið Panathinaikos sem mætti Volos í grísku úrvalsdeildinni í dag.
Sverrir kom Panathinaikos í forystu í þessum leik á 20. mínútu og endaði liðið á að vinna 2-1 heimasigur.
Panathinaikos spilaði nýlega við Víking í Sambandsdeildinni en þurfti að sætta sig við 2-1 tap í fyrri viðureigninni.
Annar Íslendingur komst á blað í Danmörku en Mikael Neville Anderson skoraði fyrir AGF gegn Sonderjyske.
AGF var í litlum vandræðum í þessum leik og vann öruggan 4-1 útisigur.