Robbie Fowler, goðsögn Liverpool, telur að liðið eigi að horfa til Tottenham næsta sumar og fá inn miðvörðinn Micky van de Ven.
Van de Ven er mjög öflugur í öftustu línu en hann á það til að meiðast sem hefur haft áhrif á hans feril á Englandi.
Þrátt fyrir það vill Fowler meina að Hollendingurinn myndi reynast enska toppliðinu vel og að það ætti að skoða að fá hann næsta sumar.
,,Þegar kemur að Micky van de Ven, ég veit hversu góður leikmaður hann er þó hann sé mikið meiddur,“ sagði Fowler.
,,Hann er sterkur og hraður og ég held að hann myndi henta Liverpool. Ég veit að stuðningsmenn Tottenham vilja ekki heyra það en þetta er hrós fyrir hann sem leikmann. Topplið deildarinnar ætti að skoða hann.“