Ederson, markvörður Manchester City, skráði sig í sögubækurnar í gær er hans menn mættu Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Ederson hefur spilað með City frá árinu 2017 en hann byrjaði er Englandsmeistararnir unnu sannfærandi 4-0 heimasigur.
Brassinn lagði upp mark á Omar Marmoush í þessum leik og var það hans sjötta stoðsending eftir komuna til Manchester.
Enginn markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur lagt upp fleiri mörk en Ederson eb hún var stofnuð árið 1992.
Ederson varð um leið fyrsti markvörðurinn í sögunni til að leggja upp þrjú mörk á einu tímabili sem er í raun magnað afrek.