Cristiano Ronaldo á enn möguleika á að gera góða hluti í bardagaíþróttum en þetta segir Francis Ngannou sem er einn þekktasti bardagamaður heims í dag.
Ngannou er mikill aðdáandi Ronaldo sem er fertugur í dag en hann spilar með Al-Nassr í Sádi Arabíu.
Það eru fáir ef einhverjir jafn agaðir og Ronaldo í fótboltanum – eitthvað sem gæti hjálpað þeim portúgalska í hringnum.
,,Að mínu mati þá var Cristiano kannski ekki náungi sem þú hefðir séð fyrir þér í bardagaíþróttum á yngri árum – að hann væri ekki með það sem þyrfti til,“ sagði Ngannou sem gerði garðinn frægan í UFC keppninni.
,,Hann er hins vegar svo metnaðarfullur og leggur svo hart að sér að ná þeim markmiðum sem hann vill.“
,,Hann er með það sem þarf til að gerast bardagamaður. Hann er með agann og metnaðinn.“