Það verður sjálfkjörið í stjórn KSÍ á næsta ársþingi en ljóst er að Börkur Edvardsson, hinn afar reynslumikli fyrrum formaður knattspyrnudeildar Vals tekur sér sæti í stjórninni. Þetta var til umræðu í Íþróttavikunni á 433.is.
„Það er frábært fyrir KSÍ að fá hann inn. Hann er til í að taka stórar ákvarðanir og er með skoðanir. Þarna er að koma inn maður með reynslu og þekkingu,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson þar.
Honum líst vel á það sem er í gangi niðri í Laugardal hjá KSÍ.
„Það er verið að halda svipuðu þjálfarateymi og var með Arnari (Gunnlaugssyni), stjórnin lítur vel út, ég er ánægður með ráðninguna á Eysteini Pétri Lárussyni í starf framkvæmdastjóra. Ég veit hvað hann er metnaðarfullur og öflugur. Toddi (Þorvaldur Örlygsson formaður) hefur eiginlega gert allt rétt síðan hann kom inn svo þetta lítur vel út.“
Nánari umræða er í spilaranum.