Marcus Rashford er ekki að íhuga það að vera lengi hjá liði Aston Villa sem hann gerði samning við í janúar.
Rashford er samningsbundinn Manchester United en hann gerði lánssamning við Villa í janúar.
Samkvæmt enskum miðlum þá vill Rashford hins vegar flytja erlendis og hefur áhuga á að semja við Barcelona.
Barcelona hefur áhuga á að næla í leikmanninn en þarf að selja aðra næsta sumar svo það verði möguleiki.
Villa má kaupa Rashford fyrir 40 milljónir punda í sumar en hann hefur ekki áhuga á að vera þar til lengdar.