fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
433Sport

Jóhann Berg ræðir opinskátt um lífið í Sádi-Arabíu – „Skrýtið að hafa ekki fjölskylduna hjá sér“

433
Sunnudaginn 16. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is. Þar var farið um víðan völl.

Jóhann er á mála hjá Al-Orobah í Sádi-Arabíu, sem er nýliði í efstu deild þar í landi. Liðið er í 13. sæti deildarinnar, 3 stigum fyrir ofan fallsvæðið.

„Þetta er búið að vera ákveðið basl, byrjaði erfiðlega, útlendingarnir voru ekki komnir og verið að smíða saman alvöru lið. Þegar það tekst fórum við á fínasta skrið en svo lendum við í mikið af meiðslum, sérstaklega útlendingarnar okkar, eins og Kurt Zouma, Jean Michael Seri, Cristian Tello og ég. Þegar svona margir útlendingar meiðast verður þetta erfitt. Það er mikið treyst á okkur útlendingana í þessu,“ sagði Jóhann meðal annars.

Hann kom einnig inn á það að félagið hafi skipt um stjóra. Alvaro Pacheco fékk að víkja fyrir Adnan Hamad.

„Við skiptum líka um þjálfara og það var fíaskó í kringum það. Það er alls konar búið að vera í gangi en þetta er á betri leið.“

Jóhann segir deildina í Sádí ansi sterka, sérstaklega hjá stærri liðunum. Oft sé það eins og að vera í sitt hvorri deildinni þegar maður mætir betri liðum og þeim lakari.

„Það eru mjög tæknilega góðir leikmenn hérna, sérstaklega í þessum stóru liðum. Þú ert með þessi fjögur lið sem eru gríðarlega sterk og svo restina.“

Jóhann býr í borginni Sakaka í norðurhluta Sádí og nýtur lífsins nokkuð vel.

„Þetta er mjög rólegt líf, allt öðruvísi en Jeddah og Riyad sem eru mjög stórar borgir. Maður lifir bara fyrir fótboltann hérna. Við erum hérna nokkrir útlendingar sem eru svolítið saman, förum út að borða og svona. Það er skrýtið að hafa ekki fjölskylduna hjá sér en það styttist í að hún komi hingað,“ sagði Jóhann, en fjölskylda hans býr enn á Englandi, þar sem hann spilaði auðvitað lengi með Burnley.

Jóhann rennur út á samningi eftir tímabil en veit ekki hvað tekur við þá.

„Ég er lítið að hugsa út í það. Ég er að njóta þess að spila í þessari deild, hún er mjög skemmtileg. Ég sé mig alveg vera í Sádi-Arabíu eitthvað áfram. En ég tek stöðuna bara eftir tímabil.“

Nánari umræða er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Axel Kári í starf lögfræðings KSÍ

Axel Kári í starf lögfræðings KSÍ
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gylfi vísar orðum Styrmis til föðurhúsanna – „Það kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“

Gylfi vísar orðum Styrmis til föðurhúsanna – „Það kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skellur fyrir Arsenal

Skellur fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samskiptin við Gylfa og hans fólk hafi verið furðuleg – Lét ósk sína sjálfur aldrei í ljós

Samskiptin við Gylfa og hans fólk hafi verið furðuleg – Lét ósk sína sjálfur aldrei í ljós
433Sport
Í gær

Stórtíðindin af Gylfa Þór vekja mikla athygli utan landsteinanna

Stórtíðindin af Gylfa Þór vekja mikla athygli utan landsteinanna
433Sport
Í gær

Stelpurnar okkar komnar saman í Sviss

Stelpurnar okkar komnar saman í Sviss
Hide picture