Juventus 1 – 0 Inter
1-0 Francisco Conceicao
Juventus vann stórleikinn á Ítalíu í kvöld en liðið spilaði við Inter Milan á heimavelli.
Juventus hefur verið að taka við sér undanfarið og hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum.
Gengi liðsins hefur verið brösugt á tímum í vetur en þrátt fyrir að hafa tapað aðeins einum leik þá eru jafnteflin 13.
Juventus er með 46 stig í fjórða sætinu, tíu stigum á eftir toppliði Napoli.