Meistaradeildin var til umræðu í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is. Real Madrid vann sterkan 2-3 sigur á Manchester City í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og þar vakti borði stuðningsmanna City athygli.
Þar var skotið harkalega á Vinicius Junir, leikmann Real Madrid, en sneri það að því að hann hafi ekki unnið Ballon d’Or verðlaunin eftirsóttu í fyrra. Rodri, leikmaður City, vann þau þess í stað og varð Brasilíumaðurinn brjálaður.
„Kveikti þetta ekki bara í Vinicius?“ spurði þáttastjórnandinn Helgi Fannar Sigurðsson og átti þar við borðann.
„Það er eitt lið sem þú styggir ekki og það er Real Madrid. Karakterinn, hvað þeir hafa gert og titlarnir sem þeir hafa unnið, þeir eru ótrúlegir og þú vilt ekkert æsa í þeim,“ svaraði þá Hrafnkell Freyr Ágústsson.
Nánari umræða er í spilaranum.