Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er í erfiðum málum hjá enska B-deildarliðinu Blackburn, en hann var hafður utan hóps fyrir átökin á seinni hluta leiktíðar.
Arnór hefur verið að glíma við meiðsli en snýr brátt aftur. Var hann látinn vita að hann yrði ekki í hóp eftir að félagaskiptaglugganum í janúar var lokað. Arnór er með samning við Blackburn út tímabilið.
„Þetta er bara gjörsamlega galið, ég skil þetta ekki,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson ómyrkur í máli, er þetta var tekið fyrir í Íþróttavikunni á 433.is.
„Ég skil ekki hvernig það gátu samtöl farið fram og þetta verið niðurstaðan. Ég hugsa að þeir hafi ákveðið af því Arnór kemur ekki til baka fyrr en kannski í mars, er að renna út í samningi, að kötta bara á hann.“
Nánari umræða er í spilaranum.