Manchester City gæti verið í meiðslavandræðum þessa stundina en sóknarmaðurinn öflugi Erling Haaland haltraði af velli í gær.
Haaland spilaði með City gegn Newcastle í öruggum 4-0 sigri en hann náði ekki að komast á blað í sigrinum.
Norðmaðurinn var tekinn af velli eftir 87 mínútur en hann haltraði þá útaf og er framhaldið óljóst.
Haaland hefur lengi verið einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður City sem er komið upp í fjórða sæti ensku deildarinnar.
Möguleiki er á að Haaland muni jafna sig fljótlega en Pep Guardiola, stjóri City, segir að hann hafi ekki fengið neinar slæmar fréttir frá læknateyminu.