Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist hafa skotið létt á Liverpool á blaðamannafundi en hann tjáði sig þar um gengi þess síðarnefnda á tímabilinu.
Liverpool hefur átt gott tímabil og er á toppi deildarinnar en getur ekki náð 100 stigum í vetur eins og City gerði á sínum tíma.
City er eina félagið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur náð 100 stigum en það gerðist árið 2018.
,,Hvaða lið mun ná 100 stigum í fótboltanum í dag? Ég er að bíða. Fjórir titlar í röð? Ég er að bíða,“ sagði Guardiola.
,,Öll lið eru mun sterkari í dag á öllum sviðum. Fólk er byrjað að undirbúa sig mun betur. Hafiði horft á Liverpool á þessu tímabili? Þeir geta ekki náð 100 stigum, 99 já en ekki 100 og sjáið hvað þeir hafa gert í vetur.“