Tottenham 1 – 0 Manchester United
1-0 James Maddison(’13)
Síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en spilað var í London á heimavelli Tottenham.
Tottenham fékk Manchester United í heimsókn í fínasta leik en aðeins eitt mark var skorað í viðureigninni.
James Maddison sá um að tryggja Tottenham sigur í þessum leik en hann skoraði eftir um 13 mínútur og tryggði þar með sigurinn.
Tottenham lyftir sér í 12. sætið með þessum sigri en United er í 15. sæti en þó aðeins fáum stigum á eftir liðunum rétt fyrir ofan.