Liverpool 2 – 1 Wolves
1-0 Luiz Diaz(’15)
2-0 Mohamed Salah(’37, víti)
2-1 Matheus Cunha(’67)
Liverpool vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Wolves á Anfield.
Liverpool var með fjögurra stiga forystu á toppnum fyrir leikinn en Arsenal situr í öðru sæti og hótar titilbaráttu.
Liverpool tókst að vinna Wolves í þessari viðureign en sigurinn var ekki beint sannfærandi – Úlfarnir ógnuðu marki heimaliðsins mikið í seinni hálfleiknum.
Það var vítaspyrnumark Mohamed Salah sem tryggði að lokum sigurinn og er Liverpool nú með 60 stig á toppnum eftir 25 leiki.