Leikarinn heimsfrægi Timothee Chalamet virðist vera stuðningsmaður Colombus Crew í bandarísku MLS deildinni.
Chamalet er einn frægasti leikari heims um þessar stundir en hann vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í myndunum um Dune.
Nú er Chalamet að auglýsa sína nýjustu mynd sem er ævisaga tónlistarmannsins Bob Dylan en hann var mættur á blaðamannafund í Þýskalandi í gær.
Þar sást Chalamet í jakka merktum einmitt Colombus Crew sem er lið í MLS deildinni sem er efsta deild Bandaríkjanna.
MLS birti færslu á Twitter og gefur þar í skyn að Chalamet sé mikill stuðningsmaður Colombus en hann var leikmaður á sínum tímka fyrir lið Manhattan Kickers.
Chalamet er einnig nefndur sem stuðningsmaður Chelsea og styður þá St. Etienne sem spilar í frönsku úrvalsdeildinni.