Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur verið mikið í umræðunni frá því í gær eftir leik hans manna við Leicester í ensku úrvalsdeildinni.
Arteta ákvað að setja spænska miðjumanninn Mikel Merino í fremstu víglínu í seinni hálfleik er staðan var enn markalaus.
Merino kom öllum á óvart og skoraði tvennu til að tryggja mikilvægan sigur en Arteta viðurkennir að hann hafi verið efins um þetta val fyrir leik.
,,Ég var ekki mikið að íhuga hann, ef ég á að vera hreinskilinn. Við fórum fram og til baka. Ég vildi ekki gera hann klikkaðann!“ sagði Arteta.
,,Ég sagði við hann í morgun að hann þyrfti mögulega að spila frammi og að hann gæti hentað þar ef staðan væri rétt. Hann vann þennan leik fyrir okkur.“
,,Hann er með þetta í vopnabúrinu. Hann finnur lyktina af hættunni og getur séð hvað er að eiga sér stað. Hann er frábær í að tímasetja hlaupin.“