Mikel Arteta, stjóri Arsenal, útilokar ekki að nota bakvörð í fremstu víglínu í næstu leikjum eftir meiðsli lykilmanna.
Bukayo Saka, Gabriel Jesus og Kai Havertz eru frá vegna meiðsla og vantar Arsenal auka styrk í sóknina.
Arteta fékk athyglisverða spurningu í gær en hann var spurður út í bakvörðinn Riccardo Calafiori sem kom til félagsins í sumar.
Arteta útilokar ekki að Calafiori gæti fengið tækifærið sem framherji á tímabilinu en menn eins og William Saliba koma einnig til greina.
,,Fólk hefur gert þetta áður, þið vitið það. Þeir geta verið hættulegir fram á við og sérstaklega þegar lið liggur aftarlega, þetta er möguleiki sem við erum með,“ sagði Arteta.
Saliba hefur sjálfur sagt frá því að hann sé tilbúinn að spila ofarlega á vellinum ef hann fær þau skilaboð frá þjálfaranum.