Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir að hann sé í erfiðari stöðu en Ange Postecoglou sem er stjóri Tottenham.
Þessi tvö stórlið eigast við í ensku úrvalsdeildinni í dag en töluverð pressa er farin að myndast á báða aðila eftir erfitt gengi upp á síðkastið.
Amorim vill þó meina að hann sé ekki í sömu stöðu og Postecoglou og að mun meiri pressa fylgi því að vinna fyrir United en Tottenham.
Amorim hefur ekki verið við stjórnvölin í langan tíma en hann var ráðinn til félagsins í nóvember á síðasta ári.
,,Ég get skilið af hverju ég er borinn saman við Ange og við erum að glíma við sömu vandamál en með fullri virðingu þá er ég að vinna fyrir stærra félag og pressan er meiri,“ sagði Amorim.
,,Auðvitað finn ég til með honum, sérstaklega sþví hann er frábær náungi sem vill spila fótbolta á réttan hátt. Það er mjög góður hlutur að mínu mati.“