Albert Guðmundsson for meiddur af velli í leik Fiorentina í dag en liðið spilaði við Como í Serie A.
Como kom mörgum á óvart í þessari viðureign og hafði betur með tveimur mörkum gegn engu á útivelli.
Albert var á bekknum hjá Fiorentina í leiknum en hann kom við sögu á 55. mínútu og fékk gult spjald um tíu mínútum síðar.
Ekki löngu seinna var íslenski landsliðsmaðurinn farinn af velli en hann meiddist þegar um 17 mínútur voru eftir.
Staðan var þá 0-2 fyrir Como og þannig endaði leikurinn sem skilur Fiorentina eftir í sjötta sætinu með 42 stig eftir 25 leiki.