Úlfur hefur verið með Fjölni í harðri toppbaráttu í Lengjudeildinni undanfarin tvö tímabil en af einhverjum ástæðum ákvað Fjölnir að láta hann fara.
„Það var búið að kvissast út að það væri einhver óánægja en að hann yrði rekinn, ég bjóst aldrei við því,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson í Íþróttavikunni.
Hrafnkell segir ljóst að þarna liggi eitthvað að baki annað en árangur inni á fótboltavellinum.
„Ef þú ert að reka þjálfara í febrúar þá eru bara tvær ástæður sem koma til greina: Stjórnin er ósátt með þig eða leikmannahópurinn. Það er ekkert annað. Það er ekkert verið að taka mið af einhverjum úrslitum á þessum tímapunkti.
Við höfum séð þetta gerast á Íslandi áður og það er alltaf út af öðru af þessu, eða báðu,“ sagði Hrafnkell.
Nánari umræða er í spilaranum.