Cole Palmer gæti þurft að sætta sig við enn frekari bekkjarsetu hjá enska landsliðinu næstu mánuðina undir Thomas Tuchel.
Þetta segir Gus Poyet, fyrrum leikmaður Chelsea, en Palmer er leikmaður liðsins í dag og þeirra besti maður.
Poyet telur að England sé með það marga leikmenn í sömu stöðu að það sé í raun ómögulegt fyrir Tuchel að koma þeim öllum fyrir í byrjunarliðinu.
,,Ég er viss um það að Thomas Tuchel viti nákvæmlega hvar hann vill nota Palmer á vellinum,“ sagði Poyet.
,,Það er óheppilegt fyrir England að þeir séu með svo marga góða leikmenn í sömu stöðu. Palmer er að keppa við leikmenn eins og Jude Bellinghan og Phil Foden um tíuna.“
,,Þú getur ekki spilað þeim öllum í sama liðinu – þeir hafa reynt það og hafa tapað vegna þess. Tuchel veit að það virkar ekki endilega.“
,,Sumir eru á því máli að Bellingham og Palmer geti spilað saman en ég er ekki viss. Ef þeir eru saman í sama liði í marga mánuði þá kannski. Í landsliði þar sem þú æfir í þrjá daga, það er ekki eins einfalt.“