Meiðsli Kai Havertz er tækifæri fyrir leikmann Arsenal að stíga upp og sanna það að hann eigi enn erindi hjá bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.
Þetta segir Ian Wright, goðsögn Arsenal, en eins og flestir vita þá verður Havertz frá út tímabilið vegna meiðsla og er Mikel Arteta, stjóri liðsins, ekki með marga möguleika í fremstu víglínu.
Wright vonar innilega að Raheem Sterling muni nýta þetta tækifæri og minna á sig en hann er í láni frá Chelsea og hefur alls ekki staðist væntingar hingað til.
,,Nú er tækifærið fyrir hann, þetta er tíminn fyrir hann að spenna beltið og hugsa með sér að hann verði að láta þetta virka,“ sagði Wright.
,,Ef ekki þá verður hann kvaddur á sorglegan hátt. Síðast þegar ég sá hann gera eitthvað á stuttum tíma var gegn Manchester United – það er það sem þú vilt frá honum. Þú vilt að hann komi inn og reyni að búa eitthvað til.“
,,Stuðningsmenn vonast eftir því líka og þú tekur eftir því þegar hann gerir ekki neitt jákvætt, þá fara þeir á bakið á honum. Það er ekki góður staður að vera á.“