Jose Mourinho gat varlað talað betur um varnarmanninn Jan Vertonghen sem lék undir hans stjórn hjá Tottenham á sínum tíma.
Vertonghen er enn að spila og er á mála hjá Anderlecht sem mætti Fenerbahce frá Tyrklandi í miðri viku í Evrópudeildinni.
Mourinho er einmitt stjóri Fenerbahce en hann var þar að hitta sinn fyrrum leikmann og núverandi vin.
Mourinho segist enn vera mjög mikill aðdáandi Vertonghen en hann fékk treyju frá fyrrum belgíska landsliðsmanninum eftir viðureignina.
,,Jan er ennþá einn af mínum strákum og það verður alltaf þannig,“ sagði Mourinho um Belgann en Fenerbahce vann 3-0 sigur á heimavelli.
,,Hvernig hann er sem fótboltamaður og líka sem manneskja, ég elska það. Ég mun virða þessa treyju.“