Það er óhætt að segja það að Omar Marmoush sé að sýna enskum knattspyrnuaðdáendum það að hann er ansi góður í fótbolta.
Marmoush kom til Manchester City í janúar eftir dvöl hjá Frankfurt og skoraði sitt fyrsta mark í dag gegn Newcastle.
Marmoush er kominn með þrennu gegn Newcastle eftir aðeins 33 mínútur en staðan er 3-0 fyrir heimamönnum.
Þetta er fyrsta þrenna Marmoush á ferlinum sem var þó virkilega duglegur að skora mörk í Þýskalandi.
Marmoush skoraði 15 mörk í 17 leikjum fyrir Frankfurt í vetur og lagði upp önnur níu.