Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest það að hans menn verði án lykilmanns næstu átta til tíu vikurnar.
Guardiola staðfesti þessar fregnir á blaðamannafundi í gær fyrir leik sinna manna gegn Newcastle.
Um er að ræða varnarmanninn Manuel Akanji en hann er á leið í aðgerð og mun líklega ekki spila þar til í apríl.
Akanji meiddist í leik gegn Real Madrid fyrr í vikunni í Meistaradeildinni en hann var tekinn af velli í hálfleik.
Þetta er mikið áfall fyrir City sem er svo sannarlega í harðri baráttu um að tryggja sér Meistaradeildarsæti.