Tveimur leikjum er lokið í Lengjubikar karla í dag en alls verða sex leikir spilaðir á þessum ágæta laugardegi.
Breiðablik fór illa með lið KA á Akureyri og vann þar öruggan sigur en Blikarnir skoruðu fimm mörk gegn engu.
Markaskorarar úr þeim leik eru fengnir frá Fótbolta.net.
ÍA og Valur áttust þá við á Akranesi en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli þar sem Patrick Pedersen tryggði Valsmönnum eitt stig.
KA 0 – 5 Breiðablik
0- 1 Hans Viktor Guðmundsson(sjálfsmark)
0-2 Arnór Gauti Jónsson
0-3 Óli Valur Ómarsson
0-4 Davíð Ingvarsson
0-5 Aron Bjarnason
ÍA 1 – 1 Valur
1-0 Johannes Vall
1-1 Patrick Pedersen(víti)