fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
433Sport

Landsliðsfyrirliðinn tjáir sig um ráðninguna á Arnari – „Þurfum að læra mikið nýtt til að byrja með“

433
Laugardaginn 15. febrúar 2025 19:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is. Þar var farið um víðan völl.

Það var meðal annars rætt um ráðningu á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara á dögunum. Tók hann við af Age Hareide.

„Það leggst mjög vel í mig. Það verður gaman að sjá hvað hann kemur með að borðinu, er auðvitað búinn að gera frábæra hluti með Víking. Það var gaman að sjá hvernig hann reif klúbbinn upp. Vonandi getur hann gert svipaða hluti fyrir landsliðið þó þetta sé allt annað gigg sem hann er að fara inn í. Það er mikil tilhlökkun í hópnum að fá hann inn,“ sagði Jóhann.

„Hann er með mörg kerfi sem hann spilar. Við þurfum örugglega að læra mikið nýtt til að byrja með. Það eru ekki margir leikmenn sem hafa verið að spila þessi kerfi sem hann er að spila. Við þurfum bara að vera fljótir að venjast því sem hann vill að við gerum,“ sagði Jóhann, sem er spenntur fyrir framtíð landsliðsins.

Nánari umræða er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enskur blaðamaður ræðir Arnór – „Að lokum voru þetta vonbrigði“

Enskur blaðamaður ræðir Arnór – „Að lokum voru þetta vonbrigði“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfall á Anfield – Spilaði ellefu mínútur í endurkomu og gæti nú þurft aðgerð

Áfall á Anfield – Spilaði ellefu mínútur í endurkomu og gæti nú þurft aðgerð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tvö stórlið skoða Foden – Guardiola sagður vilja selja hann og þrjá aðra

Tvö stórlið skoða Foden – Guardiola sagður vilja selja hann og þrjá aðra
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tilboðum rigndi yfir Arnór sem valdi Malmö

Tilboðum rigndi yfir Arnór sem valdi Malmö
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breiðablik komið að borðinu og málið á mjög viðkvæmum stað

Breiðablik komið að borðinu og málið á mjög viðkvæmum stað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áfall á æfingasvæði KA í gær – Nýr markvörur liðsins sleit hásin

Áfall á æfingasvæði KA í gær – Nýr markvörur liðsins sleit hásin