Jason Daði Svanþórsson fær ekki mark skráð á sig í dag sem hann virtist hafa skorað gegn Doncaster í fjórðu efstu deild Englands.
Markið hefur verið skráð sem sjálfsmark en Jason átti fínan leik með Grimsby gegn Doncaster Rovers.
Grimsby kom mörgum á óvart og vann 2-1 útisigur en Jason átti stóran þátt í öðru marki gestaliðsins.
Markið hefur hins vegar verið skráð sem sjálfsmark á varnarmanninn Joseph Olowu sem spilar með Doncaster.
Grimsby gerir sér vonir um að komast í umspil um sæti í þriðju deild en liðið er er þessa stundina aðeins einu stigi frá Crewe sem er í sjöunda sætinu.