Valur fékk tilboð upp á um tíu milljónir króna í Gylfa Þór Sigurðsson en þetta segir fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar birti færslu á Twitter síðu sína í dag þar sem hann segist hafa rætt málin við Sigurð Aðalsteinsson, föður Gylfa.
Arnór Smárason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Val, segir að ekkert tilboð hafi borist í Gylfa en Víkingur er liðið sem á að hafa lagt fram tilboðið.
Hjörvar bendir á að upphæðin sé á milli 6,5 til 10 milljóna en ýmsar sögur virðast vera í gangi þessa stundina.
Gylfi er talinn vilja komast burt frá Val fyrir tímabilið og er Víkingur líklega eina liðið sem hefur efni á hans kröftum ásamt Breiðabliki.
Arnór Smárason yfirmaður knattspyrnumála hjá Val segir að það hafi ekki verið lagt fram neitt tilboð í Gylfa frá því í haust. Ég hef það staðfest frá Sigurði Aðalsteinssyni pabba Gylfa að Víkingar buðu í Gylfa í gær. Það sem heyrist frá einhverjum Valsmönnum er að upphæðin hafi…
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 15, 2025