Samkvæmt spænska miðlinum Cadena Ser þá er Vinicius Junior með ákveðna kröfu fyrir Real Madrid ef hann á að vera áfram hjá félaginu.
Vinicius er mikið í fjölmiðlum þessa dagana en hann er á óskalista forríkra liða sem spila í Sádi Arabíu.
Laun Brasilíumannsins myndu hækka verulega með því skrefi en hann hefur þó enn áhuga á að spila í Evrópu.
Cadena Ser greinir frá því að Vinicius vilji fá betri laun en kollegi sinn, Kylian Mbappe, sem kom til félagsins síðasta sumar.
Vinicius er á svipuðum launum og Mbappe en hann vill fá dágóða launahækkun og verða launahæsti leikmaður spænska stórliðsins.
Mbappe fær um 15 milljónir evra á ári fyrir sín störf í Madríd en talið er að Vinicius fái 13 milljónir á núverandi samningi.