Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, hefur svarað fyrir sig opinberlega eftir gagnrýni frá sóknarmanninum Mauro Icardi.
Icardi gerði grín að Mourinho á dögunum og kallaði hann grenjuskjóðu á samfélagsmiðlum – Mourinho hafði skotið létt á lið Icardi, Galatasaray, eftir leik við Gaziantep.
Mourinho kvartaði þar yfir dómgæslunni og í kjölfarið var hann kallaður grenjuskjóða af Icardi sem á í raun að vita betur.
Portúgalinn mætti á blaðamannafund í gær og svaraði fyrir sig og minnir fólk á það að hann sé enn sá ‘sérstaki’ og gerði einnig grín að argentínska sóknarmanninum með því að kalla hann ‘þann besta’ sem er að sjálfsögðu ekki staðreyndin.
,,Ég er sá sérstaki. 25 ára ferill og 26 titlar, það er enginn sem kemst nálægt mér,“ sagði Mourinho.
,,Ferillinn minn hefur staðið yfir í 25 ár, varðandi Icardi.. Icardi er ‘sá besti’ og ég vil ekki tjá mig um ummæli besta leikmanns sögunnar. Hann er of stór fyrir mig, ég get ekki sagt neitt.“
Icardi var ekki lengi að taka eftir þessum ummælum þess portúgalska og birti athyglisverða mynd á Instagram síðu sína.
Icardi kemur þar fram sem ‘geitin’ í treyju Galatasaray en þessa mynd má sjá hér.