Crystal Palace 1 – 2 Everton
0-1 Beto(’42)
1-1 Jean Philippe Mateta(’47)
1-2 Carlos Alcaraz(’80)
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni var nokkuð fjörugur en spilað var á Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace.
Palace fékk þar Everton menn í heimsókn en það síðarnefnda hefur verið í stuði eftir endurkomu David Moyes.
Það varð engin breyting á því í kvöld en Everton vann 2-1 sigur á Palace með sigurmarki frá Carlos Alcaraz.
Everton er taplaust í síðustu fimm deildarleikjum sínum og er í 13. sætinu með 30 stig eftir 25 leiki.
Palace er með jafnmörg stig og er sæti ofar en með örlítið betri markatölu.