Leicester 0 – 2 Arsenal
0-1 Mikel Merino(’80)
0-2 Mikel Merino(’87)
Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag en fyrsta leik dagsins er nú lokið.
Arsenal var í töluverðu veseni með Leicester sem spilaði ágætis leik en það fyrrnefnda er án lykilmanna sem eru að glíma við meiðsli.
Það tók Arsenal dágóðan tíma í að gera út um þennan leik en varamaðurinn Mikel Merino reyndist hetjan.
Merino skoraði tvö mörk undir lok leiks til að tryggja sigurinn en hann átti svo sannarlega frábæra innkomu í þessum leik.